Stjörnu Sævar

Ný bók komin út!

Sævar Helgi Bragason • Oct 27, 2023

Vísindalæsisbókin Hamfarir komin í verslanir 

Ég er að gefa út vísindabók fyrir krakka og ungmenni (ca. 8-13 ára) fyrir jólin sem kallast Hamfarir. Hún er fjórða bókin í flokki sem heitir Vísindalæsi. Hinar eru Sólkerfið, Umhverfið og Úps: Mistök sem breyttu heiminum.


Bækurnar eru allar myndlýstar af hinum framúrskarandi frábæra Elíasi Rúna, sem reyndar fékk viðurkenningu fyrir myndlýsingu sína á Sólkerfinu.


Hamfarir er fróðleikur um nokkra verstu atburði í sögu Jarðar. Hvernig dóu risaeðlurnar út? Hvernig varð tunglið til? Á Jörðinni hafa ótrúlegar hamfarir dunið yfir, svo sem árekstrar, risaeldgos og ofurísaldir sem breyttu gangi lífsins en leiddu á endanum til okkar. Gætu þeir gerst aftur? Fróðleikur fyrir forvitna krakka... og fullorðna


Mig langar að sjálfsögðu að heimsækja skóla, fyrirtæki, bókasöfn eða hvaðeina til að lesa upp úr bókunum Hamfarir og Úps! Þetta er reyndar öðruvísi upplestur, því heimsóknin er miklu fremur fræðsla með einföldum sýnitilraunum og skemmtun sem er ætlað að kveikja ögn meiri áhuga á vísindum.


Sendu mér endilega skeyti ef þú vilt fá öðruvísi upplestur eða skemmtimennt.

By Sævar Helgi Bragason 02 Nov, 2023
Skemmtimennt í IKEA
By Sævar Helgi Bragason 25 Oct, 2023
Hvað er á döfinni næstu vikur?
By Sævar Helgi Bragason 05 Oct, 2023
Hvað vill ungt fólk á Norðurlandi vestra bæta í sínu nærsamfélagi?
By Sævar Helgi Bragason 02 Oct, 2023
Tvær skemmtimenntir á Vísindavöku
By Sævar Helgi Bragason 28 Sep, 2023
Undur næturhiminsins og norðurljósaskoðun á EVE Fanfest 2023
By Sævar Helgi Bragason 01 Sep, 2023
Uppskeruhátið sumarlesturs
29 Aug, 2023
Þessa dagana erum við að taka upp næstu þáttaröð af Nýjasta tækni og vísindi. Eitt innslagið fjallar um rafvæðingu flugs. Í blíðskaparveðri fékk ég sitja með Matthíasi Sveinbjörnssyni flugmanni og forseta Flugmálafélags Íslands og fljúga með honum á rafmagni yfir Reykjavík. Vélin er ótrúlega hljóðlát og fislétt. Innslagið verður sýnt í Nýjasta tækni og vísindi á RÚV næsta vetur.
29 Aug, 2023
Sunnudaginn 27. ágúst tók ég þátt í virkilega vel heppnuðum fjölskyldudegi Verkfræðingafélags Íslands. Þar var ég hluti af hinni frábæru Vísindasmiðju Háskóla Íslands. Þar sem veðrið var frábært og himinninn léttskýjaður tók ég sólarsjónaukann með og sýndi fólki hana. Í sjónaukanum var hægt að sjá sólbletti og sólgos. Þetta er tilvalin skemmtimennt fyrir börn og fullorðna, svo ef einhver hefur áhuga á slíku, þá er um að gera að hafa samband.
Share by: