Viðburðir framundan
Sævar Helgi Bragason • October 25, 2023
Hvað er á döfinni næstu vikur?

Í aðdraganda jóla er auðvitað nóg að gera í að kynna bækurnar og taka þátt í ýmsum viðburðum. Ég mun uppfæra þessa síðu reglulega þegar nýir viðburðir bætast við.
Október
- 28. október - kl. 11:00 - Ikea - fræðsla um geiminn og geimferðir
- 28. október - kl. 13:00 - Bókasafnið í Árborg á Selfossi - upplestur úr og fræðsla efnistök nýju bókarinnar Hamfarir
- 28. október - kl. 17:00 - Stjörnuverið í Perlunni - Útgáfuhóf Hamfarir
- 29. október - kl. 13:30 - Jarðhitasýningin í Hellisheiðarvirkjun - Opnunarhátíð Forvitnishornsins
- 30. október - kl. 20:00 - Byggðasafn Árnesinga - Stjörnuskoðunarganga (ef veður leyfir)
Nóvember
- 10. nóvember - kl. 11:00 - Bókasafn Dalvíkur
- 10. nóvember - kl. 17:00 - Eymundsson Akureyri - Hamfarir útgáfuhóf
- 11. nóvember - kl. 15:00 - Amtsbókasafnið á Akureyri
- 12. nóvember - kl ? - Grána Bistro Sauðárkróki
- 18. nóvember - kl. 13:00 - Bókmenntahlaðborð barnanna í bókasafni Mosfellsbæjar
- 25-26. nóvember - Bókamessa í Hörpu
- 29. nóvember - Rithöfundakvöld Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar
Desember
- 9. desember - Barnabókafjör í bókaverslun Forlagsins á Fiskislóð
Hafið endilega samband ef þið hafið áhuga á fræðslugleði í aðdraganda jóla. :)

Þessa dagana erum við að taka upp næstu þáttaröð af Nýjasta tækni og vísindi. Eitt innslagið fjallar um rafvæðingu flugs. Í blíðskaparveðri fékk ég sitja með Matthíasi Sveinbjörnssyni flugmanni og forseta Flugmálafélags Íslands og fljúga með honum á rafmagni yfir Reykjavík. Vélin er ótrúlega hljóðlát og fislétt. Innslagið verður sýnt í Nýjasta tækni og vísindi á RÚV næsta vetur.

Sunnudaginn 27. ágúst tók ég þátt í virkilega vel heppnuðum fjölskyldudegi Verkfræðingafélags Íslands. Þar var ég hluti af hinni frábæru Vísindasmiðju Háskóla Íslands. Þar sem veðrið var frábært og himinninn léttskýjaður tók ég sólarsjónaukann með og sýndi fólki hana. Í sjónaukanum var hægt að sjá sólbletti og sólgos. Þetta er tilvalin skemmtimennt fyrir börn og fullorðna, svo ef einhver hefur áhuga á slíku, þá er um að gera að hafa samband.